þá er árið 2007 liðið og 2008 gengið í garð

Janúar hefur verið heldur óspennandi eins og vill oft verða…eða hvað? Í byrjun mánaðarins var reyndar smá hasar þegar 2 cm nagli fannst í sköflungnum á mér. Já, fyrir fúmlega ári síðan datt ég og er alltaf búið að vera svo illt síðan. Ég fór til læknis og hann sendi mig í röntgenmyndatöku þar sem hið ótrúlega kom í ljós. ég var því drifin í aðgerð sem átti bara að vera stutt…bara opna og draga naglann úr! en raunin varð önnur…hér sit ég með 8 spor beint framan á sköflungnum og engan nagla til að sýna barnabörnunum þegar þar að kemur. því nei, þeir fundu ekki naglann!! ég fór aftur í myndatöku og þá var hann bara horfinn. allt í plati rassagati!…eða þá að naglinn fór bara á flakk, kannski stingst hann einn daginn út úr stórutánni? hver veit?

Spurningin sem ég er svo að velta fyrir mér þessa dagana er hvar ég á að vinna. Er búin að fá nokkur tilbð en á bara eftir að velja…ó valkvíði, farðu burt!

 Annars var ég svona að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa annál 2007. Svona um hver flekaði hvern og fleira í þeim dúr… Annars hef ég ekki frá mörgum leyndarmálum að segja því úbbs…það er víst einhver búinn að því nú þegar! þetta virðist vera hip þessa dagana, eða hvað?

 p.s. myndir frá jólum á http://flickr.com/photos/svarthvitt

Auglýsingar